VORVEISLA STANGAVEIDIMANNA 3. MAÍ 2008

Vorveisla stangaveiðimanna

Hópur lífsglaðra stangaveiðimanna hefur tekið sig saman  og blæs til glæsilegrar vorveislu í Glersalnum Kópavogi  laugardagskvöldið 3. maí nk.

Meistarakokkurinn Sturla Birgisson töfrar fram dýrindis veitingar og með þeim verða drukknar guðaveigar.
Bryddað verður upp á ýmsum skemmtiatriðum og uppátækjum undir veislustjórn skemmtikraftsins og eftirhermunnar Karls Örvarssonar.

– Fordrykkur kl. 19.30
– Borðhald og skemmtidagskrá
– Uppboð á veiðileyfum ofl.
– Leynigestur
– Veiðimannablúshljómsveitin Blue Charm: Dóri Braga, Bjöggi Gísla, Robbi Þórhalls.
– Sannar veiðisögur ofl. ofl.
– Dj Collie Dog
Miðaverð 6900 kr.

Miðasala fer fram í Veiðibúðinni við lækinn
eða sendið póst á:

oddur at nordicseafood.is
thorbjorn at hraunhamar.is
bjornk at vog.is
vedecaceo at gmail.is

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti,
því sætafjöldi er takmarkaður.
Stefnt er á að gera veisluna að árvissum viðburði
og því um að gera að vera með frá byrjun!
Góða skemmtun!
Allur ágóði af rennur til langveikra barna


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband